Fiskrækt verði stunduð með ábyrgum hætti

Atvinnuvegaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði og fiskrækt. Í tilkynningu í samráðsgátt kemur fram að lagðar séu til breytingar á ákveðnum þáttum er lúta að verulegu leyti að fiskrækt en einnig eru skilgreiningar og hugtök einfölduð og samræmd.