Opinber þjónusta vegur þyngst á Vesturlandi

Líkt og í öðrum landshlutum vegur stjórnsýsla, fræðsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta þyngst í hlutdeild atvinnugreina í atvinnutekjum ársins 2024. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar. Hlutfallið var 32%. Þar á eftir kemur framleiðsla án fiskvinnslu með 18%, fiskveiðar og -vinnsla skila 12%, byggingastarfsemi 8%, verslun og viðgerðir skila 7%, gisti- og veitingarekstur er með 5%, flutningar 4% og sama hlutfall skilar fjármálastarfsemi og sérhæfð þjónusta og önnur starfsemi óskilgreind skilar 10%.