
Greitt útsvar hækkar mest í Skorradalshreppi
Greitt útsvar fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs hækkaði mest hjá Skorradalshreppi eða um 22,2% miðað við sömu mánuði ársins 2024. Þetta kemur fram í staðgreiðsluyfirliti til sveitarfélaga. Á sama tíma hækkaði greitt útsvar á landinu öllu um 9%. Greitt útsvar til fimm annarra sveitarfélaga á Vesturlandi hækkaði meira en landsmeðaltal á sama tíma. Í Hvalfjarðarsveit nam hækkunin 14,5%, í Stykkihólmi hækkaði greitt útsvar um 13,4%, í Grundarfirði 11,1%, í Snæfellsbæ hefur greitt útsvar hækkað um 11% og í Borgarbyggð um 9,8%.