Fréttir

true

Notendur Grábrókarveitu boða til fundar

Fulltrúar íbúa á svæði Veitna sem kaupa neysluvatn úr Grábrókarveitu í Norðurárdal hafa boðað til fundar. Fundarefnið er; „framtíð Grábrókarveitu, grugg í neysluvatni og horfur á úrbótum,“ segir í fundarboði. Eins og fram hefur komið í nokkrum fréttum Skessuhorns hefur ríkt óánægja meðal íbúa um gruggugt vatn sem ítrekað kemur frá veitunni. Fundurinn verður haldinn…Lesa meira

true

Kjósa um uppstillingu eða leiðtogakjör

Framsóknarfélag Borgarbyggðar mun funda halda almennan félagsfund í næstu viku þar sem til stendur að ákveða fyrirkomulag við val á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Stjórn mun leggja fram tvær tillögur og verður kosið um hvort fram fari leiðtogakjör eða uppstilling. Þetta staðfestir Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir formaður félagsins í samtali við Skessuhorn. Framsóknarflokkurinn í…Lesa meira

true

Íbúar í Snæfellsbæ fögnuðu nýju ári

Fastur liður um áramót er að íbúar í Snæfellsbæ fjölmenna á árlega brennu sem er haldin á Breiðinni, milli Ólafsvíkur og Rifs. Þar kveður fólk gamla árið. Á gamlársdag voru nokkur hundruð manns saman komin á veglegri brennu. Eins og síðustu áratugi var Hjálmar Kristjánsson brennustjóri og í lokin bauð björgunarsveitin Lífsbjörg upp á magnaða…Lesa meira

true

Skatturinn dregur Grundarfjarðarbæ svara svo mánuðum skiptir

Skatturinn hefur dregið Grundarfjarðarbæ á svörum við fyrirspurn svo mánuðum skiptir þrátt fyrir ítrekanir af hálfu bæjarstjóra. Forsaga málsins er sú að 23. júní 2025 sendi Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri erindi á skrifstofu Skattsins þar sem óskað var gagna frá embættinu vegna greiningarvinnu sem er í gangi hjá bæjarfélaginu. Í erindi bæjarstjóra kemur fram að greiningarvinnan…Lesa meira

true

Vel fiskast í öll veiðarfæri í byrjun árs

Bátar frá Snæfellsbæ voru ekki lengi að koma sér á sjó eftir áramót enda vertíðin að byrja og fiskverð mjög gott um þessar mundir. Góður afli hefur verið í öll veiðarfæri og sjómenn ánægðir með fyrstu dagana og eru bjartsýnir á komandi vikur og mánuði. Línubáturinn Brynja SH kom að landi á sunnudag með sex…Lesa meira

true

Skallagrímsmenn stóðu í toppliði Hattar – Snæfell með sigur

Það var sannkallaður spennuleikur þegar lið Skallagríms og Hattar mættust í Borgarnesi í 1. deild körfuknattleiksins í gær. Í stuttu máli má segja að leikurinn hafi verið jafn frá upphafi til enda. Eftir fyrsta leikhluta var jafnt 22-22. Í öðrum leikhluta náðu Hattarmenn örlitlu forskoti og leiddu í hálfleik 44-47. Í þriðja leikhluta náðu Skallagrímsmenn…Lesa meira

true

Syrtir í álinn hjá ÍA og mannabreytingar í kjölfarið

Eftir þokkalega byrjun nýliða ÍA í Bónus-deild karla í körfuknattleik hefur heldur sigið á ógæfuhliðina hjá liðinu eftir því sem liðið hefur á veturinn. Liðið tapaði fjórða leik sínum í röð þegar það mætti Þór í Þorlákshöfn á laugardaginn. Í upphafsleik mótsins unnu Skagamenn Þór á Vesturgötunni. Fyrir leikinn nú á laugardaginn var búist við…Lesa meira

true

Flugeldur frá Breiðabólsstað fæddist á nýársdag

Eftirköst eftir flugeldaskothríð á gamlárskvöld í hitteðfyrra komu sannarlega í ljós á Breiðabólsstað í Reykholtsdal á nýársdag. Þá kastaði hryssa hjá Ólafi Flosasyni bónda. „Þessi óvenjulegi köstunartími átti sér mjög einfalda skýringu. Við flugeldaskothríðina á gamlárskvöld um næstsíðustu áramót fældust og sluppu úr girðingu hjá mér fimm folar og fóru saman við annað stóð. Ég…Lesa meira

true

Jólin kvödd á Þyrlupallinum

Þrettándabrenna verður haldin á Þyrlupallinum á Akranesi annað kvöld, á þrettándanum. Blysför á vegum Þorpsins Þjóðbraut 13 hefst klukkan 17:30. „Búast má við Grýlu, Leppalúða, jólasveinum, tröllum, álfum og öðrum kynjaverum sem sameinast og kveðja hátíðirnar með okkur,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Björgunarfélag Akraness sér um brennuna að venju og flugeldasýningu sem hefst klukkan…Lesa meira

true

Öryggisforrit í síma lét vita af bílslysi

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík í nótt eftir bílveltu í Dölum. Fréttavefur RUV greindi frá og vitnar þar til Ásmundar Kristins Ásmundssonar yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Hann segir mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn valt og endaði á hvolfi utan vegar. Þremenningarnir héldu af stað fótgangandi til byggða…Lesa meira