
Álfakóngur og álfadrottning mæta. Ljósm. úr safni Skessuhorns
Jólin kvödd á Þyrlupallinum
Þrettándabrenna verður haldin á Þyrlupallinum á Akranesi annað kvöld, á þrettándanum. Blysför á vegum Þorpsins Þjóðbraut 13 hefst klukkan 17:30. „Búast má við Grýlu, Leppalúða, jólasveinum, tröllum, álfum og öðrum kynjaverum sem sameinast og kveðja hátíðirnar með okkur,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað.
Björgunarfélag Akraness sér um brennuna að venju og flugeldasýningu sem hefst klukkan 18:00.