
Skatturinn dregur Grundarfjarðarbæ svara svo mánuðum skiptir
Skatturinn hefur dregið Grundarfjarðarbæ á svörum við fyrirspurn svo mánuðum skiptir þrátt fyrir ítrekanir af hálfu bæjarstjóra. Forsaga málsins er sú að 23. júní 2025 sendi Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri erindi á skrifstofu Skattsins þar sem óskað var gagna frá embættinu vegna greiningarvinnu sem er í gangi hjá bæjarfélaginu.