Flugeldur nýlega kominn í heiminn og staðinn á fætur á fyrsta degi ársins.

Flugeldur frá Breiðabólsstað fæddist á nýársdag

Eftirköst eftir flugeldaskothríð á gamlárskvöld í hitteðfyrra komu sannarlega í ljós á Breiðabólsstað í Reykholtsdal á nýársdag. Þá kastaði hryssa hjá Ólafi Flosasyni bónda. „Þessi óvenjulegi köstunartími átti sér mjög einfalda skýringu. Við flugeldaskothríðina á gamlárskvöld um næstsíðustu áramót fældust og sluppu úr girðingu hjá mér fimm folar og fóru saman við annað stóð. Ég var auðvitað hræddur um að þeir hefðu náð að fylja einhverjar hryssur og sú varð og raunin. Venjulega ganga hryssur með í ellefu mánuði en það eru alveg dæmi um að þær haldi aftur af sér að kasta í einhverjar vikur. Réttu ári síðar upp á dag, kastar svo hryssan fallegu hestfolaldi,“ segir Ólafur í samtalið við Skessuhorn.