Svipmynd frá brennunni á Breiðinni. Ljósm. af

Íbúar í Snæfellsbæ fögnuðu nýju ári

Fastur liður um áramót er að íbúar í Snæfellsbæ fjölmenna á árlega brennu sem er haldin á Breiðinni, milli Ólafsvíkur og Rifs. Þar kveður fólk gamla árið. Á gamlársdag voru nokkur hundruð manns saman komin á veglegri brennu. Eins og síðustu áratugi var Hjálmar Kristjánsson brennustjóri og í lokin bauð björgunarsveitin Lífsbjörg upp á magnaða flugeldasýningu sem gladdi gesti enda var hún með besta móti í ár. Svo að sjálfsögðu voru bæjarbúar alls ekki sparsamir á flugelda um miðnættið þegar nýja árið gekk í garð. Óvenjulega miklu af flugeldum var skotið til himins.