Öryggisforrit í síma lét vita af bílslysi

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík í nótt eftir bílveltu í Dölum. Fréttavefur RUV greindi frá og vitnar þar til Ásmundar Kristins Ásmundssonar yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Hann segir mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn valt og endaði á hvolfi utan vegar. Þremenningarnir héldu af stað fótgangandi til byggða eftir veltuna en fundust á göngu. Ásmundur segir þá hafa verið á akstri á leið í Búðardal. Tveir mannanna voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur og sá þriðji með sjúkrabíl. Lögreglan á Vesturlandi rannsakar tildrög slyssins með aðstoð tæknideildar í Reykjavík.