Fréttir

true

Jólakveðja frá Akranesi

Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en þau voru fyrr á dögum hugsuð sem nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Í jólabréfum voru, auk þess að senda kveðju til heimilisfólks, sagðar fréttir úr sveitinni. Skessuhorn leitaði nú sem fyrr til nokkurra valinkunnra kvenna víðsvegar á Vesturlandi og voru þær beðnar að senda lesendum…Lesa meira

true

Kílómetragjald verður tekið upp um áramótin

Alþingi samþykkti nú fyrir jól lög um kílómetragjald og taka þau gildi um áramót. Með lögunum verða olíu- og bensíngjöld felld niður og í staðinn tekið upp gjald sem miðast við hvern ekinn kílómetra. Kílómetragjald var fyrst tekið upp fyrir rafmagnsbíla 1. janúar 2024 en með nýju lögunum nær það til allra bíla. Lögin gera…Lesa meira

true

Neyðarlínan leggur til úrbætur í fjarskiptum Grjótárdals og Hítardals

Neyðarlínan hefur að beiðni sveitarstjórnar Borgarbyggðar lagt fram stöðugreiningu og tilllögur að mögulegum úrbótum á fjarskiptum við Grjótárdal og Hítardal á Mýrum. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hafa íbúar í Hítardal, Veðurstofan og sveitarfélagið þrýst mjög á að fjarskiptasamband á svæðinu verði bætt. Meðal annars þykir slíkt mikilvægt vegna aukinnar vöktunar Veðurstofunnar…Lesa meira

true

Sveitarfélögum er í nýju frumvarpi fært neitunarvald vegna vindorkuáforma

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til breytinga á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun um vindorku og verndarflokk. Frumvarpinu er ætlað að tryggja vernd náttúruverðmæta og landslagsheilda, lögbinda forræði nærsamfélags þegar kemur að vindorkunýtingu en jafnframt að liðka fyrir uppbyggingu sem fellur að byggðasjónarmiðum og styður…Lesa meira

true

Lærði óvart lögfræði og fann framtíðareiginmann á jólaballi

Klara Ósk Kristinsdóttir hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún er Borgnesingur sem býr á Akranesi eftir að hafa fundið ástina á jólaballi. Tilviljun réði því að hún lærði lögfræði á milli þess sem hún verkstýrði hellulögnum. Klara er félagsmálatröll sem hefur óbilandi áhuga á að bæta samfélagið og dreymir um að vera…Lesa meira

true

Fuglar misjafnlega viðkvæmir fyrir nálægð við vegi

Ný rannsókn á Suður- og Vesturlandi hefur leitt í ljós að jafnvel vegir þar sem umferð er talin lítil tengist því að færri fuglar verpa í næsta nágrenni við þá. Þetta kemur fram í vísindagrein í tímaritinu Journal of Avian Biology og sagt er frá á vef Náttúrufræðistofnunar. Varpar greinin ljósi á áhrif vega með…Lesa meira

true

Ný bók um berkla á Íslandi

Út er komin bókin Berklar á Íslandi eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur. Í henni er fjallað um þennan skelfilega vágest sem berklarnir voru og hvernig tókst að lokum að vinna bug á þeim. Þar kemur saga Vífilsstaða mjög sterkt inn og er hún rakin í ritinu sem er sannkallað stórvirki. Berklaveikin lagðist einkum á ungt fólk…Lesa meira

true

„Ég veit að hún er á góðum stað“

Kristjana Halldórsdóttir er ein þeirra sem hefur þann hæfileika að finna fegurð í hversdeginum þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf verið auðvelt. Hún missti 22 ára dóttur sína, Jönu Sif, vorið 2023. Jana lést í kjölfar hjartaaðgerðar í Svíþjóð, en hún fæddist með alvarlegan hjartagalla. Kristjana segist hafa einsett sér að lifa lífinu í…Lesa meira

true

Kvenfélagið gefur til búnaðarkaupa í nýja íþróttahúsið

Kvenfélagið Þorgerðar Egilsdóttir í Dölum kom í gær færandi hendi í nýja íþróttahúsið í Búðardal. Afhenti félagið Ísaki Sigfússyni, lýðheilsufulltrúa f.h. Dalabyggðar, höfðinglegan styrk frá félaginu til kaupa á búnaði í íþróttamannvirkin. „Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging íþróttaaðstöðunnar nýtur í samfélaginu í Dölum eins og hér raungerist með stuðningi og fjárstyrk…Lesa meira