Ný bók um berkla á Íslandi

Út er komin bókin Berklar á Íslandi eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur. Í henni er fjallað um þennan skelfilega vágest sem berklarnir voru og hvernig tókst að lokum að vinna bug á þeim. Þar kemur saga Vífilsstaða mjög sterkt inn og er hún rakin í ritinu sem er sannkallað stórvirki. Berklaveikin lagðist einkum á ungt fólk og voru ungar konur í meirihluta þeirra sem lutu í lægra haldi fyrir þeim. Bókin varpar skýru ljósi á það sem ættingjar margra okkar þurftu að þola og er mikilvægt innlegg í sögu Íslendinga. Hér á eftir verður gripið niður í tvær frásagnir úr bókinni: