Horft niður Hítardal á Mýrum. Ljósm. mm

Neyðarlínan leggur til úrbætur í fjarskiptum Grjótárdals og Hítardals

Neyðarlínan hefur að beiðni sveitarstjórnar Borgarbyggðar lagt fram stöðugreiningu og tilllögur að mögulegum úrbótum á fjarskiptum við Grjótárdal og Hítardal á Mýrum. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hafa íbúar í Hítardal, Veðurstofan og sveitarfélagið þrýst mjög á að fjarskiptasamband á svæðinu verði bætt. Meðal annars þykir slíkt mikilvægt vegna aukinnar vöktunar Veðurstofunnar á svæðinu. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir til að bæta ástandið leiddi óformleg athugun blaðamanns Skessuhorns í sumar það í ljós að símasamband hafði ekkert lagast á undanförnum sex árum.