
Sá hluti gönguhópsins sem fæddur er merkisárið 1971. Ljósmyndir: Pétur Magnússon
Kjánar og gellur fóru á Víknaslóðir og Bræðsluna – myndskreytt ferðasaga
Einn af hápunktum hvers sumars hjá mér er árleg sumarferð vinagönguhópsins Kjánar og gellur. Uppistaðan í hópnum eru einstaklingar úr árgangi 1971 á Akranesi en svo fylgja makar og ýmis merkileg viðhengi með. Nú í sumar gengum við um Víknaslóðir á Austurlandi og komum aftur eftir fjögurra daga göngu á Borgarfjörð Eystri þar sem gangan hófst. Eftir flott veður og mikið fjör var endað á tónlistarhátíðinni Bræðslunni sem fagnaði einmitt 20 ára afmæli í sumar.