
: Kristjana, Jana Sif og Árni. „Ég vildi halda áfram með lífið í hennar anda og leið eins og það myndi hjálpa henni þar sem hún er.“ Texti og myndir: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
„Ég veit að hún er á góðum stað“
Kristjana Halldórsdóttir er ein þeirra sem hefur þann hæfileika að finna fegurð í hversdeginum þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf verið auðvelt. Hún missti 22 ára dóttur sína, Jönu Sif, vorið 2023. Jana lést í kjölfar hjartaaðgerðar í Svíþjóð, en hún fæddist með alvarlegan hjartagalla. Kristjana segist hafa einsett sér að lifa lífinu í anda dóttur sinnar sem var einstaklega lífsglöð og jákvæð.