
Klara Ósk Kristinsdóttir ásamt Katarínusi og syninum Elmari Frey í eldhúsinu í húsinu við Suðurgötu sem þau hafa gert upp frá a-ö. Texti og myndir: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
Lærði óvart lögfræði og fann framtíðareiginmann á jólaballi
Klara Ósk Kristinsdóttir hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún er Borgnesingur sem býr á Akranesi eftir að hafa fundið ástina á jólaballi. Tilviljun réði því að hún lærði lögfræði á milli þess sem hún verkstýrði hellulögnum. Klara er félagsmálatröll sem hefur óbilandi áhuga á að bæta samfélagið og dreymir um að vera heimavinnandi húsmóðir.