
Vænn hópur af tjaldi spókar sig hér í fjörunni sunnan við sláturhúsið í Búðardal 11. febrúar 2016, sem var óvenju snemmt hjá þessum fugli að mæta til landsins. Tjaldurinn reyndar elskar vegi meira en nokkrir aðrir fuglar hér á landi. Ljósm. Steina Matt
Fuglar misjafnlega viðkvæmir fyrir nálægð við vegi
Ný rannsókn á Suður- og Vesturlandi hefur leitt í ljós að jafnvel vegir þar sem umferð er talin lítil tengist því að færri fuglar verpa í næsta nágrenni við þá. Þetta kemur fram í vísindagrein í tímaritinu Journal of Avian Biology og sagt er frá á vef Náttúrufræðistofnunar. Varpar greinin ljósi á áhrif vega með litla umferð á útbreiðslu og fjölda varpfugla á láglendi Íslands.