Sveitarfélögum er í nýju frumvarpi fært neitunarvald vegna vindorkuáforma

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til breytinga á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun um vindorku og verndarflokk. Frumvarpinu er ætlað að tryggja vernd náttúruverðmæta og landslagsheilda, lögbinda forræði nærsamfélags þegar kemur að vindorkunýtingu en jafnframt að liðka fyrir uppbyggingu sem fellur að byggðasjónarmiðum og styður við raforkuöryggi og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.