Fréttir

true

Ævar Þór með fjórar bækur fyrir þessi jól

Borgfirðingurinn Ævar Þór Benediktsson rithöfundur gefur út fjórar bækur fyrir þessi jól; Skólastjórann, Þína eigin sögu; Piparkökuborgina, Þína eigin sögu; Gleðileg jól og myndabókina Einn góðan veðurdag. Sú síðastnefnda gerist einmitt í Borgarfirði og er fyrir allra yngstu lesendurna, með myndum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. „Bókin er byggð á fjölskyldunni minni og fjallar um strákinn…Lesa meira

true

Hugmyndasöfnun vegna 1100 ára afmælis Alþingis 2030

Efnt verður til opinnar hugmyndasöfnunar um hvernig fagna beri 1100 ára afmæli Alþingis árið 2030. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis kemur fram að byrjað verður að taka á móti hugmyndum í dag, 1. desember, og skilafrestur er til 16. janúar 2026. Hugmyndasöfnunin er opin öllum, hvort sem um er að ræða einstaklinga, félagasamtök, stofnanir eða…Lesa meira

true

Snæfell tapaði stórt gegn Fjölni

Snæfell fékk lið Fjölnis í heimsókn í Stykkishólm á laugardaginn þar sem liðin öttu kappi í 1. deild körfuknattleiks kvenna. Lið Fjölnis hefur verið í efri hluta deildarinnar það sem af er leiktíðarinnar og var því óneitanlega talið sigurstranglegra þegar liðin gengu inn á völlinn. Það reynist svo líka raunin. Strax í upphafi leiks voru…Lesa meira

true

Aðalsteinn Valur átti verðlaunamynd Grundarfjarðar

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar voru kynnt á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym mér ei í gær. Alls barst 41 mynd í keppnina en þema hennar var „dýralíf.“ „Sást glögglega á myndunum að í Grundarfirði er fjölbreytt dýralíf og hæfileikaríkir ljósmyndarar,“ segir í frétt á vef bæjarins. Í ár var dómnefndin skipuð þeim Mörtu Magnúsdóttur og Rakel Birgisdóttur…Lesa meira

true

Hækkun erfðafjárskatts gæti leitt til þvingaðrar sölu jarða

Sérfræðingar Deloitte Legal ehf. segja í umsögn sinni til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og tolla muni leiða af sér óskýrleika í erfðamálum og valda talsverðri hækkun á erfðafjárskatti. Í umsögninni kemur fram að í frumvarpinu sé lagt til að við ákvörðun erfðafjárskatts skuli lönd…Lesa meira

true

Gríðarlegt högg á atvinnustarfsemi í Stykkishólmi

Síðdegis á föstudaginn undirritaði Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra reglugerð um þann hluta byggðakerfis fiskveiðistjórnunarkerfisins sem tilheyrir m.a. byggðakvóta, línuívilnum og skel- og rækjubótum. Alla jafnan er þessi reglugerð gefin út fyrir upphaf fiskveiðisárs hverju sinni sem hefst 1. september. Í sumar var byggðakerfið svokallaða fært undan atvinnuvegaráðherra til innviðaráðherra. Undanfarna mánuði hefur innviðaráðherra unnið að þessari…Lesa meira

true

Dagur reykskynjarans er í dag – eru ekki slíkur/ir á þínu heimili?

Reykskynjari er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hafa slíkir oft á tíðum bjargar mannslífum. Dagur reykskynjarans er 1. desember ár hvert og þá er gott að kanna hvort reykskynjarar séu uppsettir og virkir. Nauðsynlegt er að hafa eldvarnir heimilisins í lagi. Nýir reykskynjarar eru iðulega með rafhlöðu sem endist jafn lengi og reykskynjarinn, eða í…Lesa meira

true

Uppskeruhátíð hestamannafélagsins Snæfellings

Uppskeruhátíð hestamannafélagsins Snæfellings var haldin á Klifi í Ólafsvík sl. föstudag. Hefð er fyrir því að veita knöpum í barna,- unglinga- og ungmennaflokki í félaginu hvatningarverðlaun fyrir þátttöku í mótum á afstöðnu tímabili. Knapar sem hlutu viðurkenningu í barnaflokki voru þær Tinna Unnsteinsdóttir og Bjartey Ebba Júlíusdóttir. Knapar sem hlutu viðurkenningu í unglingaflokki eru Ari…Lesa meira

true

Sækir um að halda jóla- og áramótaball á Akranesi

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn fimmtudag var tekin fyrir umsókn frá Kötlu Bjarnadóttur í Útgerðinni bar við Stillholt um að halda tvo dansleiki um hátíðirnar í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Annars vegar er sótt um að halda Jólaball frá klukkan 22 að kvöldi annars í jólum og til kl. 04:30. Hins vegar er sótt um að…Lesa meira

true

Samið um fækkun flóttafólks í sveitarfélaginu

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var lagður fram þriðji viðauki við þjónustusamning milli félags- og húsnæðismálaráðuneytis og sveitarfélagsins um samræmda móttöku flóttafólks. Einkum er um að ræða mál sem snertir flóttafólk með búsetu á Bifröst. „Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja III. viðauka við þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks sem felur í sér…Lesa meira