Fréttir
Ævar Þór gefur út fjórar bækur fyrir þessi jól, hér er hann með Einn góðan veðurdag.

Ævar Þór með fjórar bækur fyrir þessi jól

Borgfirðingurinn Ævar Þór Benediktsson rithöfundur gefur út fjórar bækur fyrir þessi jól; Skólastjórann, Þína eigin sögu; Piparkökuborgina, Þína eigin sögu; Gleðileg jól og myndabókina Einn góðan veðurdag. Sú síðastnefnda gerist einmitt í Borgarfirði og er fyrir allra yngstu lesendurna, með myndum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. „Bókin er byggð á fjölskyldunni minni og fjallar um strákinn Hjört sem er að fara í sveitina til ömmu og afa. Glöggir lesendur munu þekkja Siggu Ævars og Benna Líndal á Gufuá sem ömmuna og afann, enda persónurnar byggðar á þeim. Þetta er fullkomin bók fyrir þá sem eru að byrja að læra að lesa eða hreinlega þá sem eru að byrja að læra að hlusta á sögur. Örfáar setningar á hverri síðu í bland við fallegar myndir Lóu Hlínar. Svo er smá aukafróðleikur aftast um hitt og þetta tengt sögunni,“ segir Ævar Þór í samtali við Skessuhorn.