Fréttir
Hreinsaður og flattur þorskur í vinnslunni hjá Þórsnesi. Ljósm. úr safni Skessuhorns/ kgk

Gríðarlegt högg á atvinnustarfsemi í Stykkishólmi

Síðdegis á föstudaginn undirritaði Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra reglugerð um þann hluta byggðakerfis fiskveiðistjórnunarkerfisins sem tilheyrir m.a. byggðakvóta, línuívilnum og skel- og rækjubótum. Alla jafnan er þessi reglugerð gefin út fyrir upphaf fiskveiðisárs hverju sinni sem hefst 1. september. Í sumar var byggðakerfið svokallaða fært undan atvinnuvegaráðherra til innviðaráðherra. Undanfarna mánuði hefur innviðaráðherra unnið að þessari reglugerð og hefur seinkun á útgáfu hennar vakið hörð viðbrögð. Má í því sambandi nefna harðorða ályktun bæjarstjórnar Stykkishólms sem sagt var frá í frétt Skessuhorns á föstudaginn.