Íþróttir

Snæfell tapaði stórt gegn Fjölni

Snæfell fékk lið Fjölnis í heimsókn í Stykkishólm á laugardaginn þar sem liðin öttu kappi í 1. deild körfuknattleiks kvenna. Lið Fjölnis hefur verið í efri hluta deildarinnar það sem af er leiktíðarinnar og var því óneitanlega talið sigurstranglegra þegar liðin gengu inn á völlinn. Það reynist svo líka raunin. Strax í upphafi leiks voru yfirburðir Fjölnis miklir. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-34 gestunum í vil og í leikhléi var staðan 23-55. Í þriðja leikhluta jókst forysta Fjölnis enn frekar og að honum loknum var staðan 30-73. Í fjórða leikhluta var jafnræði með liðunum og þann leikhluta vann Snæfell með 24 stigum gegn 22. Leiknum lauk hins vegar með yfirburða sigri Fjölnis sem skoraði 95 stig gegn 54 stigum Snæfells.