
Alþingi var stofnað á Þingvöllum fyrir tæpum 1100 árum. Ljósm. mm
Hugmyndasöfnun vegna 1100 ára afmælis Alþingis 2030
Efnt verður til opinnar hugmyndasöfnunar um hvernig fagna beri 1100 ára afmæli Alþingis árið 2030. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis kemur fram að byrjað verður að taka á móti hugmyndum í dag, 1. desember, og skilafrestur er til 16. janúar 2026.