
Verðlaunamyndin árið 2025. Ljósm. Aðalsteinn Valur Grétarsson
Aðalsteinn Valur átti verðlaunamynd Grundarfjarðar
Úrslit í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar voru kynnt á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym mér ei í gær. Alls barst 41 mynd í keppnina en þema hennar var „dýralíf.“ „Sást glögglega á myndunum að í Grundarfirði er fjölbreytt dýralíf og hæfileikaríkir ljósmyndarar,“ segir í frétt á vef bæjarins. Í ár var dómnefndin skipuð þeim Mörtu Magnúsdóttur og Rakel Birgisdóttur úr menningarnefnd auk Elínar Sigurðardóttur sem var gestadómari.