
Breytt viðmið erfðafjárskatts gætu leitt til þess að erfingjar lendi í fjárhagsvandræðum nema þeir nái að selja eignina innan tilskilins tíma. Myndin sýnir ríkisjörðina Hest í Borgarfirði. Ljósm. mm
Hækkun erfðafjárskatts gæti leitt til þvingaðrar sölu jarða
Sérfræðingar Deloitte Legal ehf. segja í umsögn sinni til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og tolla muni leiða af sér óskýrleika í erfðamálum og valda talsverðri hækkun á erfðafjárskatti. Í umsögninni kemur fram að í frumvarpinu sé lagt til að við ákvörðun erfðafjárskatts skuli lönd og jarðir sem skipta um hendur við arfleiðslu metnar til markaðsverðs.