Fréttir

Dagur reykskynjarans er í dag – eru ekki slíkur/ir á þínu heimili?

Reykskynjari er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hafa slíkir oft á tíðum bjargar mannslífum. Dagur reykskynjarans er 1. desember ár hvert og þá er gott að kanna hvort reykskynjarar séu uppsettir og virkir. Nauðsynlegt er að hafa eldvarnir heimilisins í lagi.

Nýir reykskynjarar eru iðulega með rafhlöðu sem endist jafn lengi og reykskynjarinn, eða í tíu ár. Hins vegar þarf alltaf að prófa reykskynjarann reglulega til að vera viss, minnst fjórum sinnum á ári. Í flestum eldri reykskynjurum þarf að skipta um rafhlöður einu sinni á ári og gott er að miða við að gera það á degi reykskynjarans, 1. desember.

Mælt er með að hafa reykskynjara í öllum rýmum hússins eða í það minnsta í öllum rýmum þar sem raftæki er að finna. Mikilvægt er að hlaða raftæki þar sem vel loftar um þau og taka hleðslutæki úr sambandi að notkun lokinni.