Fréttir

true

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi

Talsverð tímamót verða í Borgarbyggð á fimmtudaginn þegar reisugildi hins nýja fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi verður haldið hátíðlegt. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin 20. mars á þessu ári og verklok eru áætluð í ágúst á næsta ári. Nú er allt stálvirki hússins komið upp, steypuvinnu er lokið og er nú unnið að einangrun og…Lesa meira

true

Fyrstu framlög Jöfnunarsjóðs samkvæmt nýju mati

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fyrstu áætlun almennra framlaga sjóðsins vegna málefna fatlaðs fólks árið 2026. Áætlunin byggir á nýrri reglugerð um úthlutun framlaganna. Hún var sett í kjölfar nýrra heildarlaga um jöfnunarsjóðinn sem samþykkt voru frá Alþingi í sumar. Þau tóku hliðsjón af samningi ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun…Lesa meira

true

Áætluð framlög vegna þjónustu við farsæld barna

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætluð framlög til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar í þjónustu farsældar barna. Samtals eru áætluð framlög ársins 2026 að fjárhæð 1.044 milljónir króna. Markmið laga um farsæld barna er að sjá til þess að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem…Lesa meira

true

Dregið í VÍS bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í dag. 16 liða úrslitin verða leikin dagana 13.-15. desember nk. og dregið verður í átta liða úrslit keppninnar 17. desember. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 3.-8. febrúar 2026 í Smáranum. Í VÍS bikar karla verða leikdagar 14.-15. desember. Þar fær Snæfell lið…Lesa meira

true

Synjun á virkjunarframkvæmdum í Kúhallará stendur

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála staðfesti með úrskurði sínum á föstudaginn þá ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að hafna eigendum jarðarinnar Þórisstaða um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fallpípu og gerð vegslóða vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Kúhallará í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Forsaga málsins er sú að í desember 2023 var sótt um framkvæmdaleyfi til Hvalfjarðarsveitar vegna vatnsaflsvirkjunar í Kúhallará. Í…Lesa meira

true

Ný tækifæri fyrir íbúa Vesturlands

Fimmtudaginn 6. nóvember verður formlega opnaður nýr nýsköpunarklasi á Hvanneyri í tengslum við UNIgreen-háskólasambandið. Með klasanum tengist Vesturland beint við öflugt alþjóðlegt samstarf átta háskóla í Evrópu sem leggja áherslu á sjálfbæran landbúnað, líftækni og matvælaiðnað framtíðarinnar. Vettvangur fyrir hugmyndir og ný fyrirtæki „Markmið klasans er að skapa lifandi vettvang þar sem hugmyndir geta þróast…Lesa meira

true

Talsverð eftirspurn eftir mjólkurkvóta

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn 3. nóvember sl. Atvinnuvegaráðuneytinu bárust 38 gild tilboð um kaup en sölutilboð voru 12. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 423 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 250 kr./ltr og voru seljendur með…Lesa meira

true

Tveir markaðir samtímis á Akranesi

Síðastliðinn laugardag voru markaðir haldir á tveimur stöðum samtímis á Akranesi. Handverksmarkaður var í sal eldri borgara að Dalbraut 4. Þá var nytja- og handverksmarkaður í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands einnig frá klukkan 11-14. „Endurnýtum og kaupum heimagert,“ var þema markaðarins í fjölbrautaskólanum, ekki ósvipað og var í sal FEBAN.Lesa meira

true

Vilja leyfa fuglaveiði á kornökrum utan hefbundins veiðitíma

Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og þrír aðrir þingmenn Framsóknarflokks og Miðflokks hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma. Lagt er til að Alþingi álykti að fela umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að útbúa tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða…Lesa meira

true

Gísli kaupir meirihluta í Jörfa á Hvanneyri

Nýverið var gengið frá samningum um kaup Vélafólksins ehf., sem er í meirihlutaeigu Gísla Jósefssonar, á stærstum hluta í verktakafyrirtækinu Jörfa ehf. á Hvanneyri. Fyrirtækið var stofnað árið 1978. Haukur Júlíusson er einn af sex stofnendum fyrirtækisins og hefur verið driffjöðrin í rekstri þess alla tíð. Hann mun þó til að byrja með, ásamt Ingibjörgu…Lesa meira