
Svipmynd af markaðinum í sal FVA. Ljósm. ki
Tveir markaðir samtímis á Akranesi
Síðastliðinn laugardag voru markaðir haldir á tveimur stöðum samtímis á Akranesi. Handverksmarkaður var í sal eldri borgara að Dalbraut 4. Þá var nytja- og handverksmarkaður í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands einnig frá klukkan 11-14. „Endurnýtum og kaupum heimagert,“ var þema markaðarins í fjölbrautaskólanum, ekki ósvipað og var í sal FEBAN.