
Myndin var tekin áður en húsið var klætt að utan, en nú hefur því verið lokað.
Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi
Talsverð tímamót verða í Borgarbyggð á fimmtudaginn þegar reisugildi hins nýja fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi verður haldið hátíðlegt. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin 20. mars á þessu ári og verklok eru áætluð í ágúst á næsta ári. Nú er allt stálvirki hússins komið upp, steypuvinnu er lokið og er nú unnið að einangrun og lokun þaksins.