
Synjun á virkjunarframkvæmdum í Kúhallará stendur
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála staðfesti með úrskurði sínum á föstudaginn þá ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að hafna eigendum jarðarinnar Þórisstaða um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fallpípu og gerð vegslóða vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Kúhallará í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Forsaga málsins er sú að í desember 2023 var sótt um framkvæmdaleyfi til Hvalfjarðarsveitar vegna vatnsaflsvirkjunar í Kúhallará. Í umsókninni kom fram að um væri að ræða rennslisvirkjun í ófiskgengum hluta árinnar sem tilheyri Þórisstöðum en fjórar aðrar jarðir eiga land að ánni. Málið var tekið fyrir í umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar í apríl 2024. Nefndin hafnaði umsókninni með vísan til þess að ekki lægi fyrir deiliskipulag vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Í kjöfarið var skorað á sveitarstjórn að snúa ákvörðuninni við. Því var hafnað á fundi sveitarstjórnar í ágúst 2024. Þeirri höfnun var vísað til úrskurðarnefndarinnar sem hafnaði að ógilda ákvörðun sveitarstjórnar.