Fréttir

Áætluð framlög vegna þjónustu við farsæld barna

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætluð framlög til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar í þjónustu farsældar barna. Samtals eru áætluð framlög ársins 2026 að fjárhæð 1.044 milljónir króna. Markmið laga um farsæld barna er að sjá til þess að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Því er um að ræða samþættingu á þjónustu fyrir foreldra og börn sé þess óskað. Framlagið úr Jöfnunarsjóði kemur því til móts við þann kostnað sem sveitarfélögin hafa af samþættingu þessarar þjónustu.

Áætluð framlög vegna þjónustu við farsæld barna - Skessuhorn