Fréttir

true

Þjóðferjuleiðir verði hluti af grunnkerfi samgangna

Þrír þingmenn Miðflokksins, þau Karl Gauti Hjaltason, Ingibjörg Davíðsdóttir og Þorgrímur Sigmundsson, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á vegalögum um svokallaðar þjóðferjuleiðir. Í frumvarpinu er lagt til að við Vegalög bætist ný svohljóðandi málsgrein: „Þjóðferjuleiðir eru hluti af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Til þjóðferjuleiða teljast…Lesa meira

true

Opið hús í nýjum og endurnýjuðum mannvirkjum

Nokkur tímamót verða á laugardaginn þegar íbúum á Akranesi verður boðið að skoða ný og endurbætt skóla- og íþróttamannvirki bæjarfélagsins. Þar skal fyrst nefna nýtt fjölnota íþróttahús sem á undanförnum árum hefur verið í byggingu við Jaðarsbakka. Í öðru lagi líkamsræktarstöð sem World Class opnaði í eldra íþróttahúsinu við Jaðarsbakka og síðast en ekki síst…Lesa meira

true

Gular viðvaranir taka gildi í fyrramálið víða um land

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir um allt land að undanskildu Norðurlandi eystra. Gul viðvörun við Faxaflóa gildir frá klukkan 11 í fyrramálið og nær til kl. 9 að morgni laugardags. Þá er spáð hvassviðri eða norðaustan stormi, 15-23 m/s einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30…Lesa meira

true

Borgarfjarðarprestakall formlega stofnað

Kirkjuþingi lauk á þriðjudaginn. Þar var formlega samþykkt að þrjú prestaköll í Borgarfirði; Borgar-, Reykholts- og Stafholtsprestaköll, verða frá og með næstu áramótum að Borgarfjarðarprestakalli. Núverandi prestar í væntanlegu sameinuðu prestakalli eru þær sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir á Borg og sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir í Reykholti, sem jafnframt tekur brátt við embætti prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi.…Lesa meira

true

Segir þinghaldið í hægagangi

Ólafur Adolfsson alþingismaður og fyrsti þingmaður Norðversturkjördæmi ávarpaði fulltrúa á haustfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í gær. Þar ræddi hann m.a. við sveitarstjórnarfólk um störf Alþingis í haust og helstu landsmál. Haustið hefði að stórum hluta farið í endurupptöku mála sem ekki var lokið við í vor, en ástæðuna þekkja allir. Sagði Ólafur að fá…Lesa meira

true

Enn er óvíst hvort grípa þurfi til uppsagna hjá Norðuráli

Stjórnendur og starfsmenn Norðuráls á Grundartanga vinna enn hörðum höndum að því verkefni að hægt verði að koma framleiðslu fyrirtækisins í fullan gang eftir bilun sem varð í síðustu viku. Sólveig Bergmann framkvæmdastjóri samskipta og samfélagsmála hjá Norðuráli segir í samtali við Skessuhorn að leitað sé allra leiða til þess að koma framleiðslunni í fyrra…Lesa meira

true

Annir á dekkjaverkstæðum eftir snjóinn

Óhætt er að segja að landsmenn hafi sofið á verðinum hvað dekkjaskiptin snertir þetta haustið. Fram í lok síðustu viku var fremur rólegt að gera á dekkjaverkstæðum og fáir sem nýttu það til að láta setja vetrardekkin undir. Það var síðan ekki fyrr en Veðurstofan spáði mikilli snjókomu á mánudaginn sem ökumenn brugðust við. Kílómetra…Lesa meira

true

Fyrirspurn um vörugjald af ökutækjum

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um vörugjöld af ökutækjum. Þingmaðurinn vill vita hvað efnaminna fólk, fólk á landsbyggðinni og aðrir sem ekki hafa greiðan aðgang að hleðslustöð eigi að gera; „þegar búið verður að skattleggja bensínbíla út af neytendamarkaði með hækkun vörugjalds af ökutækjum,“ eins…Lesa meira

true

Fólksflutningar á Vesturlandi í september

Í september fluttu 250 íbúar á Vesturlandi á milli lögheimila, að því er kemur fram í tölum frá Þjóðskrá. Flestir þeirra fluttu innan Vesturlands eða 192. Til höfuðborgarsvæðisins fluttu 45, til Suðurnesja fluttu fjórir, til Vestfjarða flutti einn íbúi og sömu sögu er að segja um Norðurlands-vestra og Austurland. Til Norðurlands-eystra fluttu þrír íbúar og…Lesa meira

true

Stækkun námu við Litlu-Fellsöxl skuli í umhverfismat

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti samhljóða á fundi sínum á dögunum að staðfesta skoðun umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar um að stækkun efnisnámu við Litlu-Fellsöxl skuli háð umhverfismati. Það er er fyrirtækið Borgarverk ehf. sem undanfarið hefur rekið efnisnámu á jörðinni. Að mati fyrirtækisins hafa þar verið unnin um 185.000 rúmmetrar af efni og eftir sé í…Lesa meira