Fréttir
Stafholtskirkja í Borgarfirði.

Borgarfjarðarprestakall formlega stofnað

Kirkjuþingi lauk á þriðjudaginn. Þar var formlega samþykkt að þrjú prestaköll í Borgarfirði; Borgar-, Reykholts- og Stafholtsprestaköll, verða frá og með næstu áramótum að Borgarfjarðarprestakalli. Núverandi prestar í væntanlegu sameinuðu prestakalli eru þær sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir á Borg og sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir í Reykholti, sem jafnframt tekur brátt við embætti prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi. Séra Ursula Árnadóttir var í haust ráðin til tímabundinnar þjónustu til áramóta í Stafholtsprestalli. Nú verður auglýst starf sóknarprests í Borgarfjarðarprestakalli með aðsetur í Stafholti.

Borgarfjarðarprestakall formlega stofnað - Skessuhorn