Fréttir
Ólafur Adolfsson þingmaður á fundi með sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi í gær. Ljósm. mm

Segir þinghaldið í hægagangi

Ólafur Adolfsson alþingismaður og fyrsti þingmaður Norðversturkjördæmi ávarpaði fulltrúa á haustfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í gær. Þar ræddi hann m.a. við sveitarstjórnarfólk um störf Alþingis í haust og helstu landsmál. Haustið hefði að stórum hluta farið í endurupptöku mála sem ekki var lokið við í vor, en ástæðuna þekkja allir. Sagði Ólafur að fá mál hefðu ennþá verið lögð fram á haustþinginu utan þingmannamála.

Segir þinghaldið í hægagangi - Skessuhorn