Fréttir

true

Stækkun námu við Litlu-Fellsöxl skuli í umhverfismat

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti samhljóða á fundi sínum á dögunum að staðfesta skoðun umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar um að stækkun efnisnámu við Litlu-Fellsöxl skuli háð umhverfismati. Það er er fyrirtækið Borgarverk ehf. sem undanfarið hefur rekið efnisnámu á jörðinni. Að mati fyrirtækisins hafa þar verið unnin um 185.000 rúmmetrar af efni og eftir sé í…Lesa meira

true

Fjölmörg umferðaróhöpp en öll án teljandi meiðsla

Óhöppum í umferðinni fjölgaði verulega síðustu dægrin samhliða vetrarfærð á vegum. Meðal óhappa í vikunni sem leið nefnir lögregla í dagbók sinni að ekið var á íbúðarhús í Dalasýslu, tjón varð á húsi og bíl en engin slys á fólki. Bifreið hafnaði utan vegar við Hafnarskóg og valt. Ekki urðu slys á fólki en tjón…Lesa meira

true

Kæru um mælimastur vísað frá úrskurðarnefnd

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru um þá ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Grjótháls. Umrædd breyting gerði kleift að reist var mælimastur til undirbúnings uppsetningu vindorkuvers á svæðinu. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti fyrr á þessu ári tillögu að deiliskipulagi í landi Sigmundarstaða í Þverárhlíð. Í kjölfarið var óskað framkvæmdaleyfis fyrir uppsetningu…Lesa meira

true

Sauðfjárbændur uppskera í Dölum

Um liðna helgi fór haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu fram. Þessi uppskeruhátíð, sem fyrir löngu er orðin að föstum lið hjá Dalamönnum, var að vanda vel sótt. Dagskrá hófst á föstudagskvöldi þar sem lambhrútasýning var haldin að Háafelli í Suðurdölum. Þá var einnig tekið upp á því að vera með skrautgimbraflokk með áherslu á mislitt…Lesa meira

true

Haustþing SSV stendur nú yfir

Í morgun hófst haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi en það er haldið í golfskálanum við Garðavöll á Akranesi. Öll sveitarfélög í landshlutanum eiga þar sína fulltrúa auk starfsfólks samtakanna. Á þinginu er farið yfir fjárhags- og starfsáætlun SSV fyrir árið 2026 og vinnuhópar taka til starfa. Eftir hádegismat verður farin rútuferð með leiðsögn um Akranes…Lesa meira

true

Leikskólabörn sungu með Bínupabba

Þessa dagana stendur yfir sýning á myndum af Bínu bálreiðu í Galleríi Bjarna Þórs á Akranesi. Sýningin er hluti af menningarhátíðinni Vökudögum sem nú stendur sem hæst. Bína er hugarfóstur þeirra Ásthildar Bj. Snorradóttur talmeinafræðings og Bjarna Þórs Bjarnasonar myndlistarmanns. Nú nýverið kom út fjórða bók þeirra um Bínu sem nú fór í sveit. Áður…Lesa meira

true

Brot á umferðarlögum að fara á vanbúnum bílum í ófærð

Miklum snjó kyngdi niður um suðvestanvert landið í gær, þriðjudaginn 28. október. Úrkomumet féll í Reykjavík í þessum mánuði. Margsinnis var búið að vara við því í fjölmiðlum að mikil úrkoma myndi falla og að færð gæti spillst. Það breytti þó ekki því að þúsundir ökumanna á höfuðborgarsvæðinu héldu á vanbúnum bílum út í umferðina.…Lesa meira

true

Undirbúningur Galtarhafnar á sér langan aðdraganda

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar kynnti fyrr á þessu ári tilllögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á þann veg að í landi jarðarinnar Galtarlækjar myndi með tíð og tíma hefjast uppbygging á athafna- og hafnarsvæði. Einkum er þar fyrirhuguð þjónusta við hafnsækna starfsemi og má þar nefna flutningaskip og skemmtiferðaskip ásamt…Lesa meira

true

Norðurljósadans þegar hætti að snjóa

Eftir snjókomu fyrri partinn í gær birti til um vestanvert landið. Um kvöldið var svo víða hægt að njóta norðurljósanna. Dagur Már, 15 ára Skagastrákur, sendi Skessuhorni þessa mynd. Hún var tekin við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi á ellefta tímanum í gærkveldi.Lesa meira

true

Lýðveldisárgangurinn frá Akranesi í þinghúsinu

Skessuhorni var send meðfylgjandi mynd. Hún er að vísu ekki alveg ný, en sýnir hóp Skagafólks sem fætt var á því herrans ári 1944. Í fyrrasumar fóru þau í menningarferð og fengu meðal annars að skoða Alþingishúsið við Austurvöll þar sem myndin er tekin. Hópurinn hittist að jafnaði einu sinni á ári.Lesa meira