Fréttir
Margar skrautlegar og litríkar gimbrar komu til sýningar en fyrstu verðlaun hlaut ferhyrnd gimbur frá Magnússkógum 3. Í sætunum þar á eftir voru gimbrar frá Sauðafelli, Litla-Holti, Stóra-Holti og Dunki. Ljósmyndir: Steinþór Logi

Sauðfjárbændur uppskera í Dölum

Um liðna helgi fór haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu fram. Þessi uppskeruhátíð, sem fyrir löngu er orðin að föstum lið hjá Dalamönnum, var að vanda vel sótt. Dagskrá hófst á föstudagskvöldi þar sem lambhrútasýning var haldin að Háafelli í Suðurdölum. Þá var einnig tekið upp á því að vera með skrautgimbraflokk með áherslu á mislitt og ásýnd gripa.