Fréttir

Haustþing SSV stendur nú yfir

Í morgun hófst haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi en það er haldið í golfskálanum við Garðavöll á Akranesi. Öll sveitarfélög í landshlutanum eiga þar sína fulltrúa auk starfsfólks samtakanna. Á þinginu er farið yfir fjárhags- og starfsáætlun SSV fyrir árið 2026 og vinnuhópar taka til starfa. Eftir hádegismat verður farin rútuferð með leiðsögn um Akranes en dagskrá fram haldið klukkan 14. Ólafur Adolfsson fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmi mun ávarpa þingið en því næst flytur dr. Bjarki Þór Grönfeldt erindi sem hann nefnir Aðdráttarafl og byggðabragur sveitarfélaga. Í framhaldi verður sest við pallborð þar sem auk Bjarka munu sitja Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri í Dalabyggð og Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir stýrir umræðum. Þinginu lýkur síðdegis í dag með afgreiðslu áætlana og ályktana.

Haustþing SSV stendur nú yfir - Skessuhorn