Fréttir

true

Sameining HA og Bifrastar slegin af

Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur horfið frá frekari viðræðum um fyrirhugaða sameiningu við Háskólann á Bifröst. Ákvörðun þessa efnis var samþykkt samhjóða á fundi ráðsins. Viðræður um sameiningu skólanna hafa staðið yfir í um tvö ár, fyrst að frumkvæði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þáverandi ráðherra málaflokksins. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skesshorns hefur gagnýni…Lesa meira

true

Þrjár kærur bárust vegna sameiningarkosningar

Kosningu um tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps lauk laugardaginn 20. september síðastliðinn. Atkvæði voru talin sama kvöld og kom í ljós að sameiningin var samþykkt í báðum sveitarfélögunum með talsverðum mun. Í Borgarbyggð sögðust 83,24% fylgjandi sameiningu en í Skorradalshreppi var hlutfallið 59,26%. Þessi úrslit þýða að óbreyttu að við kosningarnar 16. maí…Lesa meira

true

Breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu

Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, leggur árlega fyrir könnun meðal launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Markmið hennar er að varpa ljósi á lífsskilyrði fólks. Ný skýrsla Vörðu sýnir að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. „Sjö af hverjum tíu ná endum saman og sex af hverjum tíu gætu mætt óvæntum 100 þúsund króna útgjöldum án…Lesa meira

true

Vel heppnuð Starfamessa í Grundarfirði – myndasyrpa

Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Í gær, þriðjudaginn 30. september, var Starfamessan í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og var hún vel heppnuð. Rúmlega 40 fyrirtæki og stofnanir mættu og sýndu frá starfsemi sinni. Fyrir hádegi komu nemendur í…Lesa meira

true

Almenningur gat kynnst starfi vísindafólks

Vísindavaka háskólanna var haldin síðastliðinn laugardag. Á henni kynnti vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum rannsóknaverkefni sín fyrir almenningi á lifandi hátt á fjölda sýningarbása. Fjölskyldan var í fyrirrúmi á Vísindavöku og gafst þar kjörið tækifæri til að kynna heim vísindanna fyrir börnum og unglingum. Allar vísindagreinar voru kynntar á Vísindavöku og er viðburðurinn stærsti…Lesa meira

true

„Auðvitað stend ég með hrossunum“

Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir ábúandi á Kúludalsá í Hvalfirði hefur barist fyrir veik hross sín í 18 ár og gaf nýlega út bók þar sem hún rekur þá sögu Á Kúludalsá við Hvalfjörð, sem er um fimm kílómetra vestan við stóriðjusvæðið á Grundartanga, mælast fjórföld flúorgildi í beinum hrossa miðað við hross af ómenguðum svæðum. Á…Lesa meira

true

Skorradalur verði tilraunasvæði rannsókna, kennslu og þróunar í skógrækt

Landbúnaðarháskólinn Íslands á Hvanneyri, Háskólinn á Bifröst og Land og skógur hafa gengið frá samstarfssamningi til fimm ára um að efla rannsóknir, menntun og nýsköpun á sviði skógræktar og sjálfbærrar nýtingar skógarauðlinda á Íslandi, eins og segir í frétt frá stofnununum. Í samningnum kemur fram að áhersla verði lögð á að nýta Skorradal sem tilraunasvæði…Lesa meira

true

Hinrik ráðinn í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

Hinrik Konráðsson hefur verið ráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi hjá Grundarfjarðarbæ. Hann lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins og hefur starfsréttindi sem lögreglumaður og fangavörður. Hinrik hefur tekið ýmis námskeið tengd störfum sínum, bæði sem lögreglumaður og fangavörður. Hann er með BSc próf í náttúru- og umhverfisfræði frá LbhÍ og leggur nú stund á meistaranám í áfallastjórnun…Lesa meira

true

Jón Þór kemur Vestra til aðstoðar

Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson mun taka við þjálfun Vestra og stýra liðinu í síðustu þremur leikjum liðsins í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Hann stýrði liðinu síðast hluta leiktíðar síðsumars 2021. Nú tekur hann við liðinu af Davíð Smára Lamude sem var rekinn sem þjálfari í gær. Vestri birti tilkynningu á Facebook-síðu sinni…Lesa meira

true

Vilja að Björgunarfélagið eignist öflugt björgunarskip

Á aðalfundi Sæljóns, félags smábátaeigenda á Akranesi síðastliðinn föstudag, var samþykkt áskorun til Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Faxaflóahafna, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og nærsamfélagsins alls um að styðja við og efla Björgunarfélag Akraness í mikilvægu starfi þess fyrir sjófarendur á Faxaflóa. „Við fráfall félaga okkar, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, erum við enn og aftur minnt á mikilvægi alls öryggis þeirra…Lesa meira