Íþróttir

Jón Þór kemur Vestra til aðstoðar

Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson mun taka við þjálfun Vestra og stýra liðinu í síðustu þremur leikjum liðsins í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Hann stýrði liðinu síðast hluta leiktíðar síðsumars 2021. Nú tekur hann við liðinu af Davíð Smára Lamude sem var rekinn sem þjálfari í gær. Vestri birti tilkynningu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem ráðning Jóns Þórs út leiktíðina var staðfest.