Fréttir

true

Aðalskipulagsbreyting vegna Sundabrautar í farvegi

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur kynnt drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar sem nýjum þjóðvegi að Reykjavík; stofnbraut sem liggur öll innan marka borgarinnar. Drögin sýna mögulegar útfærslur leiðarinnar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum út frá Reykjavík um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu…Lesa meira

true

Oddvitar sveitarstjórnanna ánægðir með niðurstöðuna

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í gærkvöldi samþykktu íbúar í Borgarbyggð og Skorradalshreppi tillögu sameiningarnefndar sveitarfélaganna um sameiningu. Í kosningunum 16. maí 2026 verður því kosið í sameinuðu sveitarfélagi. Oddviti Skorradalshrepps og forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar fagna bæði niðurstöðu gærdagsins. Munum fá rödd í okkar nærsamfélagi Jón E Einarsson oddviti Skorradalshrepps kveðst afar ánægður…Lesa meira

true

Víkingur og Tindastóll spila til úrslita í fotbolti.net bikarnum

Víkingur Ólafsvík kom sér í gær í úrslit Fótbolta.net bikarsins í fyrsta sinn í sögu liðsins eftir að hafa unnið Gróttu í rafmögnuðum leik á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Úrslitin réðust í bráðabana í vítakeppni. Víkingur mætir síðan Tindastóli í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli næstkomandi föstudag, en Stólarnir eru einnig að leika í fyrsta sinn til úrslita.…Lesa meira

true

Hollvinasamtök HVE safna fyrir nýrri öndunarvél

Aðalfundur samtakanna verður miðvikudaginn 1. október Á stjórnarfundi í Hollvinasamtökum HVE í ágúst síðastliðnum var var tekin ákvörðun um söfnun á nýrri BiPAP öndunarvél fyrir Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. Tækið er áætlað kosta um 3,5 milljónir króna og mun leysa af hólmi eldra tæki sem samtökin gáfu árið 2018. Mikilvægt þykir að fá nýtt…Lesa meira

true

Laxdæla heldur áfram á Sögulofti Landnámssetursins

Í febrúar frumsýndi Vilborg Davíðsdóttur rithöfundur Laxdælu á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Sýningin hlaut afar góðar viðtökur og hefur því verið ákveðið að efna til nokkurra sýning í haust. Sú fyrsta verður laugardaginn 27. september kl. 16 og síðan önnur daginn eftir á sama tíma. „Ástir og afbrýði, hetjur og harmar, blóðhefndir og vígaferli, álög…Lesa meira

true

Sameining samþykkt í Borgarbyggð og Skorradalshreppi

Talningu atkvæða í íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar lauk klukkan 19:30 í kvöld, en kjörstöðum var lokað klukkan 18. Úrslit fóru þannig að sameining var samþykkt í báðum sveitarfélögunum með talsverðum mun. Í Borgarbyggð var kjörsókn 15,82% og greiddi 501 íbúi atkvæði. Já sögðu 417 eða 83,24%, nei sögðu 82 (16,37%) og tveir seðlar…Lesa meira

true

Stórsigur Skagamanna á Ísafirði

Karlalið ÍA er á einhverju mesta endurkomuskriði sem um getur í íslenskri knattspyrnusögu. Eftir að hafa verið kyrfilega á botni Bestu deildar fyrir nokkrum vikum, vinnur liðið hvern stórsigurinn á fætur öðrum. Í dag mætti liðið Vestra á Keracis vellinum á Ísafirði og sigruðu gestirnir örugglega með fjórum mörkum gegn engu. Um leið er það…Lesa meira

true

Breytingar á þjónustu Strætó á Vesturlandi

Á síðasta fundi skipulagsnefndar sveitarfélagsins Stykkishólms var lagt fram erindi frá Vegagerðinni varðandi breytingar á stoppistöðvum strætisvagna í Stykkishólmi. Í ársbyrjun 2026 mun nýtt leiðakerfi landsbyggðarvagna verða tekið í notkun og hluti af því er að gera breytingar á einstökum stoppistöðvum víðs vegar um landið. Í Stykkishólmi vill Vegagerðin færa stoppistöðina sem verið hefur á…Lesa meira

true

Runólfur SH dreginn að landi

Togarinn Runólfur SH 135 hélt til veiða í morgun en veiðiferðin fór ekki alveg eins og áætlað var. Skipið varð vélarvana á leið sinni á miðin og þurfti að kalla til björgunarskip til að koma því til aðstoðar. Björgunarskipið Björg frá Rifi kom til bjargar og tók skipið í tog og hélt áleiðis til hafnar…Lesa meira

true

Bjóða til bílasýningar í Bílás

Bílás, bílasala Akraness, heldur haustsýningu á morgun, laugardaginn 20. september, á Smiðjuvöllum 17 á Akranesi. Opið verður frá klukkan 12-16. Þar verða sýndar allar helstu tegundir raf- og tvinnbíla frá BL, svo sem Renault R5, Hongqi EHS7, Renault Scenic E-Tech og Hyndai Santa Fe. Nýir bílar verða á staðnum, reynsluakstur í boði, grillaðar pylsur og…Lesa meira