Fréttir

Laxdæla heldur áfram á Sögulofti Landnámssetursins

Í febrúar frumsýndi Vilborg Davíðsdóttur rithöfundur Laxdælu á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Sýningin hlaut afar góðar viðtökur og hefur því verið ákveðið að efna til nokkurra sýning í haust. Sú fyrsta verður laugardaginn 27. september kl. 16 og síðan önnur daginn eftir á sama tíma. „Ástir og afbrýði, hetjur og harmar, blóðhefndir og vígaferli, álög og seiður. Allt þetta og meira til er að finna í Laxdælu sem hefur um aldir verið ein ástsælasta Íslendingasagan. Sterkar konur og skrautbúnir menn stíga þar fram í röðum en það er hin örlynda Guðrún Ósvífursdóttir sem bindur söguna saman, konan sem þótti bestur kvenkostur á öllu Íslandi um sína daga, vænst bæði að ásjónu og vitsmunum, allra kvenna kænst og best orði farin,“ eins og segir í lýsingu. ,,Þeim var ég verst er ég unni mest,“ sagði hún undir lok sinnar harmrænu og átakamiklu ævi - en hvort átti hún við Kjartan eða Bolla?

Laxdæla heldur áfram á Sögulofti Landnámssetursins - Skessuhorn