
Hollvinasamtök HVE safna fyrir nýrri öndunarvél
Aðalfundur samtakanna verður miðvikudaginn 1. október
Á stjórnarfundi í Hollvinasamtökum HVE í ágúst síðastliðnum var var tekin ákvörðun um söfnun á nýrri BiPAP öndunarvél fyrir Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. Tækið er áætlað kosta um 3,5 milljónir króna og mun leysa af hólmi eldra tæki sem samtökin gáfu árið 2018. Mikilvægt þykir að fá nýtt tæki þar sem varahlutir eru ekki lengur fáanlegir í eldra tækið. BiPAP vélin mun skipta sköpum í meðferð sjúklinga með öndunarerfiðleika og hjartabilun og getur komið í veg fyrir ástand sem krefst gjörgæsluvistunar.
Frá stofnun Hollvinasamtakanna hefur mikill stuðningur frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum gert það að verkum að samtökin hafa afhent fjölmargt dýrmæt tæki og sjúkrarúm. Samtökin hafa fram til þessa afhent tæki og búnað að andvirði 82,4 milljónir króna sem hefur haft veruleg áhrif á þjónustu við íbúa svæðisins. Meðal þeirra tækja eru sneiðmyndatæki, öndunaraðstoðarvélar og skurðstofubúnaður. Einnig hafa samtökin afhent 28 sjúkrarúm á síðustu árum, sem hafa verið notuð á Akranesi og á öðrum heilbrigðisstofnunum á Vesturlandi. Þessi verkefni hafa haft veruleg áhrif á meðferð sjúklinga og bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu á svæðinu.
Aðalfundur og stefna framtíðar
Hollvinasamtök HVE munu halda aðalfund sinn miðvikudaginn 1. október kl. 16:00 í fundasal HVE við Merkigerði á Akranesi. Þar verða hefðbundin aðalfundarstörf, staðfesting ársreikninga og kynning á fyrrgreindu tæki. „Félagsfólki og öllum áhugamönnum um heilbrigðismál er sérstaklega boðið að taka þátt í fundinum. Í starfi samtakanna verður sérstök áhersla lögð á verkefni sem snúa að uppbyggingu samtakanna og nýjum tækjum sem hafa mikla þýðingu fyrir þá sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Á fundinum mun Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, kynna mikilvægi BiPAP öndunarvélarinnar og hvernig hún getur haft áhrif á lífsgæði sjúklinga á Akranesi og í öðrum byggðarlögum.“
Hollvinasamtökin hvetja íbúa á Vesturlandi og fyrirtæki í samfélaginu til að styðja áfram við starfsemi þeirra. „Með sameiginlegu átaki getum við náð enn betri árangri í því að bæta heilbrigðisþjónustuna og veita íbúum betri möguleika á heilsu og velferð. Áhugasamir geta tekið þátt með því að greiða hóflegt árgjald.“