Fréttir

Bjóða til bílasýningar í Bílás

Bílás, bílasala Akraness, heldur haustsýningu á morgun, laugardaginn 20. september, á Smiðjuvöllum 17 á Akranesi. Opið verður frá klukkan 12-16. Þar verða sýndar allar helstu tegundir raf- og tvinnbíla frá BL, svo sem Renault R5, Hongqi EHS7, Renault Scenic E-Tech og Hyndai Santa Fe. Nýir bílar verða á staðnum, reynsluakstur í boði, grillaðar pylsur og gos og sölufulltrúar í samningsstuði. Á myndinni eru þeir Jón Haukur og Alexander sölumenn hjá Bílás.

Bjóða til bílasýningar í Bílás - Skessuhorn