
Frá Stykkishólmi. Ljósm. gj
Breytingar á þjónustu Strætó á Vesturlandi
Á síðasta fundi skipulagsnefndar sveitarfélagsins Stykkishólms var lagt fram erindi frá Vegagerðinni varðandi breytingar á stoppistöðvum strætisvagna í Stykkishólmi. Í ársbyrjun 2026 mun nýtt leiðakerfi landsbyggðarvagna verða tekið í notkun og hluti af því er að gera breytingar á einstökum stoppistöðvum víðs vegar um landið. Í Stykkishólmi vill Vegagerðin færa stoppistöðina sem verið hefur á planinu við Olís og staðsetja hana við íþróttamiðstöðina í bænum. Það var skipulagsfulltrúi sem lagði fram tillögu Vegagerðarinnar um þetta og skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við þessa nýju staðsetningu.