
Sundabraut mun liggja að hluta til um Kleppsvík. Þar verður annað hvort brú eða göng. Unnin ljósmynd: Vegagerðin
Aðalskipulagsbreyting vegna Sundabrautar í farvegi
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur kynnt drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar sem nýjum þjóðvegi að Reykjavík; stofnbraut sem liggur öll innan marka borgarinnar. Drögin sýna mögulegar útfærslur leiðarinnar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum út frá Reykjavík um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu brautarinnar og gatnamótatengingar.