
Björgin komin með Runólf SH til hafnar í Grundarfirði. Ljósm. tfk
Runólfur SH dreginn að landi
Togarinn Runólfur SH 135 hélt til veiða í morgun en veiðiferðin fór ekki alveg eins og áætlað var. Skipið varð vélarvana á leið sinni á miðin og þurfti að kalla til björgunarskip til að koma því til aðstoðar. Björgunarskipið Björg frá Rifi kom til bjargar og tók skipið í tog og hélt áleiðis til hafnar í Grundarfirði. Skipin komu svo þangað rétt uppúr klukkan þrjú í dag eftir ansi snubbóttann veiðitúr.