Íþróttir
Viktor Jónsson gerði annað af fjórum mörkum Skagamanna úr víti. Ljósm. fotbolti.net

Stórsigur Skagamanna á Ísafirði

Karlalið ÍA er á einhverju mesta endurkomuskriði sem um getur í íslenskri knattspyrnusögu. Eftir að hafa verið kyrfilega á botni Bestu deildar fyrir nokkrum vikum, vinnur liðið hvern stórsigurinn á fætur öðrum. Í dag mætti liðið Vestra á Keracis vellinum á Ísafirði og sigruðu gestirnir örugglega með fjórum mörkum gegn engu. Um leið er það KR sem tekur við fallsætinu ásamt Aftureldingu.