Fréttir

true

Víkingur og Tindastóll spila til úrslita í fotbolti.net bikarnum

Víkingur Ólafsvík kom sér í gær í úrslit Fótbolta.net bikarsins í fyrsta sinn í sögu liðsins eftir að hafa unnið Gróttu í rafmögnuðum leik á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Úrslitin réðust í bráðabana í vítakeppni. Víkingur mætir síðan Tindastóli í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli næstkomandi föstudag, en Stólarnir eru einnig að leika í fyrsta sinn til úrslita.…Lesa meira

true

Hollvinasamtök HVE safna fyrir nýrri öndunarvél

Aðalfundur samtakanna verður miðvikudaginn 1. október Á stjórnarfundi í Hollvinasamtökum HVE í ágúst síðastliðnum var var tekin ákvörðun um söfnun á nýrri BiPAP öndunarvél fyrir Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. Tækið er áætlað kosta um 3,5 milljónir króna og mun leysa af hólmi eldra tæki sem samtökin gáfu árið 2018. Mikilvægt þykir að fá nýtt…Lesa meira

true

Laxdæla heldur áfram á Sögulofti Landnámssetursins

Í febrúar frumsýndi Vilborg Davíðsdóttur rithöfundur Laxdælu á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Sýningin hlaut afar góðar viðtökur og hefur því verið ákveðið að efna til nokkurra sýning í haust. Sú fyrsta verður laugardaginn 27. september kl. 16 og síðan önnur daginn eftir á sama tíma. „Ástir og afbrýði, hetjur og harmar, blóðhefndir og vígaferli, álög…Lesa meira

true

Sameining samþykkt í Borgarbyggð og Skorradalshreppi

Talningu atkvæða í íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar lauk klukkan 19:30 í kvöld, en kjörstöðum var lokað klukkan 18. Úrslit fóru þannig að sameining var samþykkt í báðum sveitarfélögunum með talsverðum mun. Í Borgarbyggð var kjörsókn 15,82% og greiddi 501 íbúi atkvæði. Já sögðu 417 eða 83,24%, nei sögðu 82 (16,37%) og tveir seðlar…Lesa meira

true

Stórsigur Skagamanna á Ísafirði

Karlalið ÍA er á einhverju mesta endurkomuskriði sem um getur í íslenskri knattspyrnusögu. Eftir að hafa verið kyrfilega á botni Bestu deildar fyrir nokkrum vikum, vinnur liðið hvern stórsigurinn á fætur öðrum. Í dag mætti liðið Vestra á Keracis vellinum á Ísafirði og sigruðu gestirnir örugglega með fjórum mörkum gegn engu. Um leið er það…Lesa meira

true

Breytingar á þjónustu Strætó á Vesturlandi

Á síðasta fundi skipulagsnefndar sveitarfélagsins Stykkishólms var lagt fram erindi frá Vegagerðinni varðandi breytingar á stoppistöðvum strætisvagna í Stykkishólmi. Í ársbyrjun 2026 mun nýtt leiðakerfi landsbyggðarvagna verða tekið í notkun og hluti af því er að gera breytingar á einstökum stoppistöðvum víðs vegar um landið. Í Stykkishólmi vill Vegagerðin færa stoppistöðina sem verið hefur á…Lesa meira

true

Runólfur SH dreginn að landi

Togarinn Runólfur SH 135 hélt til veiða í morgun en veiðiferðin fór ekki alveg eins og áætlað var. Skipið varð vélarvana á leið sinni á miðin og þurfti að kalla til björgunarskip til að koma því til aðstoðar. Björgunarskipið Björg frá Rifi kom til bjargar og tók skipið í tog og hélt áleiðis til hafnar…Lesa meira

true

Bjóða til bílasýningar í Bílás

Bílás, bílasala Akraness, heldur haustsýningu á morgun, laugardaginn 20. september, á Smiðjuvöllum 17 á Akranesi. Opið verður frá klukkan 12-16. Þar verða sýndar allar helstu tegundir raf- og tvinnbíla frá BL, svo sem Renault R5, Hongqi EHS7, Renault Scenic E-Tech og Hyndai Santa Fe. Nýir bílar verða á staðnum, reynsluakstur í boði, grillaðar pylsur og…Lesa meira

true

Fyrsta æfing verðandi knattspyrnustjarna

Í dag fór fram fyrsta æfingin í tilraunarverkefni ÍA og leikskólanna á Akranesi sem Skessuhorn greindi nýverið frá. Um 140 börn frá öllum leikskólum Akraness tóku þátt í æfingunni þar sem gleði og hreyfing réði ríkjum. Fram kemur á síðu KFÍA að verkefnið verður í gangi á tímabilinu 19. september til 12. desember en það…Lesa meira

true

Sniðgekk vegalokun og ók á starfsmann malbikunarfyrirtækis

Fyrr í vikunni var rækilega kynnt í fjölmiðlum fyrirhuguð vegalokun á þjóðveginum beggja vegna Hvalfjarðarganga að norðanverðu. Fyrst var malbikað við Kúludalsá og í gær á Akrafjallsvegi. Það atvik varð í gær að ökumaður bíls hunsaði lokunarpóst áleiðis á Akranes, virti ekki vegalokun við hringtorgið og ekki merki starfsmanns Colas á Íslandi með þeim afleiðingum…Lesa meira