
Víkingur Ólafsvík kom sér í gær í úrslit Fótbolta.net bikarsins í fyrsta sinn í sögu liðsins eftir að hafa unnið Gróttu í rafmögnuðum leik á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Úrslitin réðust í bráðabana í vítakeppni. Víkingur mætir síðan Tindastóli í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli næstkomandi föstudag, en Stólarnir eru einnig að leika í fyrsta sinn til úrslita.…Lesa meira