
Á æfingu í höllinni. Ljósm. KFÍA
Fyrsta æfing verðandi knattspyrnustjarna
Í dag fór fram fyrsta æfingin í tilraunarverkefni ÍA og leikskólanna á Akranesi sem Skessuhorn greindi nýverið frá. Um 140 börn frá öllum leikskólum Akraness tóku þátt í æfingunni þar sem gleði og hreyfing réði ríkjum.