Fréttir

true

Tökur á sjónvarpsseríunni Elmu hefjast brátt á Akranesi

Tökur á sjónvarpsseríu byggðri á bók Evu Bjargar Ægisdóttur; Marrið í Stiganum, hefjast á Akranesi í byrjun október og er ráðgert að þær standi yfir næstu þrjá mánuði. Þáttaserían verður alls sex þættir og er framleidd af Glassriver (glassriver.is) en þættirnir verða sýndir í Sjónvarpi Símans næsta haust. Þættirnir munu bera nafnið Elma eftir aðalsöguhetju…Lesa meira

true

Annar flokkur ÍA tryggði sér bikarmeistaratitilinn annað árið í röð

Það var sannkallaður markaleikur sem fór fram á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi síðastliðinn fimmtudag þegar úrslitaleikur 2. flokks karla í knattspyrnu fór fram. Þar mættust sameinað lið Gróttu og Kríu og lið ÍA, Kára, Skallagríms og Víkings Ólafsvíkur. Gestirnir af Vesturlandi byrjuðu af miklum krafti og eftir aðeins 16 mínútur var staðan orðin 0–4. Þar skoraði…Lesa meira

true

Guðjón Ingi sigurvegari í bakgarðshlaupinu

Skagamaðurinn Guðjón Ingi Sigurðsson fagnaði sigri í fimmta bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Heiðmörk sem fram fór um helgina. Síðasta hlutann hljóp hann í keppni við Þórdísi Ólöfu Jónsdóttur en hafði að endingu betur. Hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun en lauk ekki fyrr en Guðjón Ingi lauk sínum 43. hring í nótt. Bakgarðshlaupin ganga út á…Lesa meira

true

Býður fólki sjálftínslu á kartöflum og gulrótum

Jón Björn Blöndal, ungur bóndi í Bæjarsveit, hefur auglýst áhugaverðan viðburð næstkomandi laugardag. „Nýttu tækifærið til að birgja þig upp af kartöflum og gulrótum fyrir veturinn. Næsta laugardag 27. september milli klukkan 13 og 16 getur fólk mætt út í akur í Bæjarsveit og tekið upp gulrætur og kartöflur fyrir lítinn pening. Kartöflur 300 kr/kg…Lesa meira

true

Borgarfjarðarbraut lokuð tímabundið

Vegna vinnu við tengingu nýrrar heitavatnsæðar frá Deildartungu verður vegurinn um Borgarfjarðarbraut (50) á móts við Steðja í Flókadal lokaður í hálfan annan sólarhring frá klukkan 20:00 þriðjudagskvöldið 23. september. Hjáleið verður um Flókadalsveg, en þungaflutningar þurfa að fara að norðan hjá Baulu. „Lokun hefst á þriðjudagskvöld og áætlað er að hægt verði að opna…Lesa meira

true

Halda áfram að bjarga þjóðarbúinu

Bátar af Snæfellsnesi hafa aflað vel að undanförnu og ágæt veiði verið hjá línubátum og dragnótarbátum. Afli línubáta hefur farið upp í 15 tonn, dragnótarbátar hafa fengið allt að 36 tonn og netabátar allt að sex tonn. Meðfylgjandi mynd var tekin á föstudaginn þegar verið var að landa um fimmtán tonnum úr Gullhólma SH í…Lesa meira

true

Héldu Garpamót í sundi á Akranesi

Síðastliðinn föstudag fór Garpamót Akraness í sundi fram í annað sinn í sundlauginni á Jaðarsbökkum. Keppendur voru á aldrinum 22 til 59 ára og tóku fjögur félög þátt að þessu sinni; Breiðablik, Ægir, ÍRB og ÍA. Að lokinni keppni var boðið upp á pizzaveislu og verðlaunaafhendingu þar sem keppendur og gestir nutu samverunnar í frábæru…Lesa meira

true

Blaklið Grundarfjarðar er á siglingu

Stelpurnar í Grundarfirði eru aldeilis að byrja fyrstu deildina af krafti. Fimmtudaginn 18. september fóru þær til Hafnarfjarðar til að etja kappi við Blakfélag Hafnarfjarðar. Grundfirsku stelpurnar unnu allar hrinurnar; með 17-25, 20-25 og 23-25 og þar með leikinn 3-0. Í gær tóku þær svo á móti Aftureldingar B í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Heimakonur byrjuðu…Lesa meira

true

Aðalskipulagsbreyting vegna Sundabrautar í farvegi

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur kynnt drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar sem nýjum þjóðvegi að Reykjavík; stofnbraut sem liggur öll innan marka borgarinnar. Drögin sýna mögulegar útfærslur leiðarinnar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum út frá Reykjavík um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu…Lesa meira

true

Oddvitar sveitarstjórnanna ánægðir með niðurstöðuna

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í gærkvöldi samþykktu íbúar í Borgarbyggð og Skorradalshreppi tillögu sameiningarnefndar sveitarfélaganna um sameiningu. Í kosningunum 16. maí 2026 verður því kosið í sameinuðu sveitarfélagi. Oddviti Skorradalshrepps og forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar fagna bæði niðurstöðu gærdagsins. Munum fá rödd í okkar nærsamfélagi Jón E Einarsson oddviti Skorradalshrepps kveðst afar ánægður…Lesa meira