
Guðjón Ingi í hlaupinu. Ljósm. visir.is/Sportmyndir-Gummi Stóri
Guðjón Ingi sigurvegari í bakgarðshlaupinu
Skagamaðurinn Guðjón Ingi Sigurðsson fagnaði sigri í fimmta bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Heiðmörk sem fram fór um helgina. Síðasta hlutann hljóp hann í keppni við Þórdísi Ólöfu Jónsdóttur en hafði að endingu betur. Hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun en lauk ekki fyrr en Guðjón Ingi lauk sínum 43. hring í nótt.